Þá er komið að því!
Vegna frábærra viðtaka undanfarin ár hafa söngkonurnar og meðlimirnir í Kór Lindakirkju, Eva Björk Eyþórsdóttir, Hrefna Hrund Erlingsdóttir og Ragna Björg Ársælsdóttir sem saman mynda sönghópinn Harmony ákveðið að halda í orðna hefð og blása til jólatónleika enn á ný. Tónleikarnir „Harmony í hátíðarskapi“ verða haldnir í Lindakirkju þann 2. desember kl. 20. Hljómsveitin sem spilar með þeim þetta árið er ekki af verri endanum en hana skipa: Vignir Þór Stefánsson – píanó Þorgrímur Jónsson – bassi Matthías Stefánsson – fiðla og gítar Brynjólfur Snorrason – trommur Miðaverð: 2500 kr. Öll miðasala fer fram við inngang á tónleikadaginn sjálfan. Takið kvöldið frá, komið og njótið aðventunnar við ljúfa tóna í skemmtilegu og notalegu umhverfi.