Velkomin í Kirkjubrall í Lindakirkju næstkomandi sunnudag frá 11-13. Í kirkjubralli komum við saman og eigum skemmtilega samveru, föndrum og bröllum ýmislegt í kringum spennandi biblíusögu og að lokum borðum við saman. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá nánar hér: http://www.kirkjubrall.is/ 

Guðsþjónusta kl. 20.  Fyrsti sunnudagur í aðventu.  Við kveikjum á Spádómskertinu. Kór Lindakirkju sér um tónlistina undir stjórn Óskars Einarssonar. Skúli Svavarsson flytur okkur vitnisburð-  Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar.