Velkomin í Kirkjubrall í Lindakirkju næstkomandi sunnudag frá 11-13. Athugið að sunnudagaskólinn í Boðaþingi fellur niður að þessu sinni. Í kirkjubralli komum við saman og eigum skemmtilega samveru, föndrum og bröllum ýmislegt í kringum spennandi biblíusögu og að lokum borðum við saman. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur!Um kvöldið kl. 20 verður guðsþjónustan á sínum stað. Gospel og læti Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.