Við viljum minna fermingarbörn veturinn 2015-16 á fræðsludagana sem áður voru auglýstir og verða í næstu viku, 18.-21. ágúst. Við hlökkum mikið til að hitta ykkur og þetta verður mikið fjör. Nemendur Linda- og Salaskóla mæta frá kl. 9-12 og nemendur Hörðuvalla- og Vatnsendaskóla frá kl. 13-16. Námsbókin, Con Dios fæst í Lindakirkju og kostar 2.500 kr. Hún fæst einnig í verslunum Hagkaupa og Eymundsson Smáralind en þar er hún dýrari. Nemendur þurfa að taka með sér pening fyrir bókinni eða að vera búnir að útvega sér hana með öðrum hætti. Hittumst hress.

 

Bestu kveðjur,

Prestarnir