Friður – kraftur til breytinga 

Hollendingurinn Téo van der Weele er mörgum Íslendingum kunnur sem andlegur leiðbeinandi og sálgætir eftir áratuga þjónustu. Sem ungur prestur starfaði hann á meðal flóttafólks í Tailandi þar sem þúsundir þörfnuðust áfallahjálpar. Þá hóf hann að þróa aðferð sína sem miðar að því að almennir sjálfboðaliðar geti lært að miðla græðandi mætti Guðs inn í líf annara.

Friður í skilningi Téo er áhrifaafl sem vekur kyrrð og öryggi í lífi fólks og gefur þeim sem orðið hafa fyrir áföllum færi á að endurheimta sjálf sig.

Námskeiðið Friður – kraftur til breytinga verður haldið tvær samliggjandi helgar frá kl. 16 á föstudegi til 21 á laugardagskvöldi. Fyrri lotan verður 28. – 29. ágúst í Lindakirkju í Kópavogi og sú síðari 4. – 5. september í Vídalínskirkju í Garðabæ.  Virku dagana mun Téo nýta til að eiga sálgæslusamtal við hvern þátttakanda fyrir sig.

Hér er gott tækifæri fyrir fólk sem langar að dýpka vitundarsamband sitt við Guð, bæta sjálfskilning og auk færni í samskiptum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 manns og þátttaka kostar kr. 15.000.-

Hægt er að skrá sig á lindakirkja@lindakirkja.is eða sveinnalf@gmail.com