Vegna fjölda fyrirspurna undanfarna daga birtum við fermingardagana vorið 2016.  Þá verður fermt laugardaginn 12. mars kl. 10:30 og 13:30 og sunnudaginn 13. mars kl. 13:30, laugardaginn 19. mars kl. 10:30 og 13:30 og sunnudaginn 20. mars (pálmasunnudag) kl. 13:30 og á skírdag, 24. mars kl. 10:30. Væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra verður boðið á kynningarfund kring um næstu mánaðamót en í kjölfar hans hefst skráning í fermingarfræðsluna hér á heimasíðunni þar sem einnig verður boðið upp á að velja fermingardag.