FARVEL VETUR! VELKOMIÐ SUMAR smile emoticon
Gospeltónleikar í Lindakirkju 22. apríl kl. 20:00
Kór Lindakirkju syngur ásamt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitina skipa, auk Óskars, Friðrik Karlsson, gítar, Jóhann Ásmundsson, bassi og Sigfús Óttarsson á trommur. Gestasöngvari okkar að þessu sinni er hinn frábæri Þór Breiðfjörð, sem nýverið sló í gegn í hlutverki Júdasar í Jesus Christ Superstar en margir muna einnig eftir úr söngleiknum Vesalingunum í uppfærslu Þjóðleikhússins fyrir nokkrum árum. Miðaverð er aðeins 2.000 krónur og verða miðarnir seldir við innganginn.