Nú á fimmtudaginn 26. febrúar kl. 12:00 mætir Karl Sigurbjörnsson á Súpusamveru eldri borgara í Lindakirkju og fjallar um Hallgrím Pétursson ásamt því að hafa hugleiðingu á helgistundinni. Lárus kokkur töfrar fram góðan hádegisverð fyrir 1500 krónur. Allir 67 ára og eldri, velkomnir.