Miðvikudaginn 21.janúar kl. 20.00 fáum við góðan gest í heimsókn í Lindakirkju,
Teo Van der Weele sem er hollenskur guðfræðingur og djákni. Hann hefur unnið mikið að sálgæslu og meðferð fólks sem á við tilfinningaleg eða sálræn vandamál að stríða og hefur einnig varið mörgum árum starfsævi sinnar í ráðgjöf og vinnu með þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hann ferðast enn um heiminn, heldur námskeið og þjónustar.
Allir velkomnir  á stundina