11:00 Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi.

20:00 Jólaljóðakvöld. Notaleg helgistund þar sem sungnir verða aðventu- og jólasálmar og lesin verða upp ljóð eftir ýmsa höfunda sem fjalla um jólatímann. Óskar Einarsson töfrar fram ljúfa tóna og leiðir sönginn. Höfundarnir Sigurbjörn Þorkelsson og Þórdís Klara Ágústsdóttir lesa eigin ljóð en lesari auk þeirra er sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sem jafnframt leiðir stundina. Kakó, kaffi, piparkökur og spjall á eftir.