Eins og flestir vita gaf Kór Lindakirkju nýlega út diskinn Með fögnuði. Af því tilefni verða útgáfutónleikar fimmtudagskvöldið 30. október kl. 20:00 í Fíladelfíu, Hátúni 2. Miðaverð er 2500 kr. en hægt er að kaupa miða í Lindakirkju á skrifstofutíma, gegn um netfangið lindakirkja@lindakirkja.is, í síma 544 4477 eða við innganginn. Fyrstir koma, fyrstir fá og viljum við benda áhugasömum að tryggja sér miða í tíma. Margir hafa spurt um ástæðuna fyrir staðsetningu tónleikanna en hún er sú að nú standa yfir miklar framkvæmdir í Lindakirkju sem breyta munu miklu fyrir starf safnaðarins. Þess vegna var gott boð þegið með þökkum að halda útgáfutónleikana í húsnæði Fíladelfíu. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar en auk hans spila Friðrik Karlsson og Davíð Sigurgeirsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigfús Óttarsson á trommur og Rafn Hlíðkvist á hljómborð. Diskurinn Með fögnuði verður til sölu að tónleikunum loknum á sérstöku tilboðsverði.