Lindakirkja mun, líkt og frá stofnun safnaðarins, bjóða uppá vandað barnastarf í samvinnu við KFUM og KFUK. Í starfinu, sem er börnunum að kostnaðarlausu, er lagt mikið uppúr leik, söng og gleði þar sem allir eru virkjaðir með. Bingó, þrautir, hópefli, gestir og spurningakeppnir er meðal dagskrárliða ásamt helgistund og fræðslu um kristna trú. Í lok vorannar endar starfið með ferð í Vatnaskóg yfir eina nótt.

KFUM drengjastarfið verður einu sinni í viku á miðvikudögum frá 15:00 -16:00, opið hús er frá 14:40 en þar er boðið uppá fótboltaspil, pílukast, borðtennis, snóker og þythokký. Leiðtogar í vetur verða sr. Guðni Már Harðarson Arnar Ragnarsson og Jón Kr. Guðbergsson.

KFUK stúlknastarfið verður einu sinni í viku á Miðvikudögum frá 16:00 – 17:00  Leiðtogar í vetur verða Kristín Gyða Guðmundsdóttir, Ásta Guðrún, Eva Rós og Helga Sóley

Hér má lesa nánar um dagskrá fyrir hvern dag í  KFUM og KFUK starfinu