Sunnudagur 31. ágúst
11:00 Sunnudagaskóli
20:00 Guðsþjónusta – Væntanleg fermingarbörn eru sérstaklega boðin velkomin ásamt vinum og fjölskyldum. Sýnt verður myndband frá nýliðnum fræðsludögum fermingarbarna og munu fermingarbörnin annast ritningarlestra svo fátt eitt sé nefnt. Þorgrímur Þórisson flytur frumsamið lag og hinn magnaði Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars EInarssonar. Prestarnir og fermingarfræðararnir Hildur Björk Hörpudóttir og Sveinn Alfreðsson annast stundina að öðru leyti.