Um þessar mundir erum við með góða gesti í Lindakirkju. Það er sr. Stefán Már Gunnlaugsson sem mættur er ásamt fríðu föruneyti unglinga frá Vopnafirði. Með í för er einnig starfsfólk og sjálfboðaliðar í safnaðarstarfinu þar eystra.
Kirkjan á Vopnafirði hefur staðið fyrir rómuðum vinavikum. Tilgangur heimsóknarinnar hingað er að kynna vinavikuna hér fyrir sunnan.
Laugardaginn 26. apríl kl. 11-15 verður boðið upp á námskeið í Lindakirkju undir yfirskriftinni: Verðmæti vináttunnar. Fyrirlesarar verða Halla Jónsdóttir, Lárus Páll Birgisson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem einnig mun syngja fyrir okkur ásamt Davíð Sigurgeirssyni. Allir eru velkomnir að taka þátt í námskeiðinu.
Sunnudaginn 27. apríl kl. 11 verður ekki hefðbundinn sunnudagaskóli heldur svokölluð Vinamessa í samstarfi við Vopnfirðingana. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Þar mun Unglingagospelkór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur, Vopnfirðingar taka einnig lagið, annast ritningarlestur og bænir. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson prédikar en sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyrir altari.
Eftir vinamessuna bjóða Vopnfirðingar upp á kynningu á Vinavikunni.
20:00 Guðsþjónusta í Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.