Núna á sunnudaginn 2. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur. Sunnudagaskólinn verður vitanlega á sínum stað frá kl. 11:00 í Lindakirkju og Boðaþingi.

Kl. 20:00 munu krakkar í Unglingastarfi kirkjunnar koma að messunni með sérstökum hætti. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur en Óskar Einarsson tónlistarstjóri kirkjunnar leikur undir á píanóið. Unglingar úr Æskulýðsfélaginu Lindubuff munu lesa ritningartexta, bænir og sjá um hugvekjuna. Eftir messu munu síðan drengir úr fjölgreinastarfinu selja ljúffengar og rjúkandi heitar vöfflur. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.