Söfnun fermingarbarna fyrir vatnsbrunnum í Úgand fer fram í Lindasókn í dag, 5. nóvember frá 17:30 -19:00, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Börnunum er frjálst að vera með en hvetjum við eindregið til þess. Jafnframt hvetjum íbúa hverfisins til að taka hlýlega á móti þeim.

Hægt er að nálgast bauka og gögn á tveimur stöðum:  annars vegar í Lindakirkju og hins vegar í Vatnsendaskóla, en börnin velja sér götur í hverfinu til að ganga í og fara í hópum 2 eða fleiri.