11:00 Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi. Biblíusaga dagsins segir frá systrunum Mörtu og Maríu sem ekki voru sammála um hvað væri mikilvægast að gera þegar Jesús kom í heimsókn til þeirra. Við fáum líka að fylgjast með því hvað hún Tófa hefur fyrir stafni. 

20:00 Guðsþjónusta í Lindakirkju. Kór Lindakirkju leiðir sönginn undir stjórn Óskars Einarssonar. Að venju verður sungið með gospelsveiflu. Sr. Guðmundur Karl þjónar.