Nú svífur að hausti og þá vorar í kirkjunni. „Farfuglar“ sumarsins koma óðum heim og úr fríinu og lífið kemst í þessar notalegu skorður skólagöngu, vinnu, dimmra kvölda, sláturtíðar og kertaljósa. 
Sunnudagurinn 1. september markar upphaf vetrarstarfsins í Lindakirkju. Sunnudagaskólahald hefur verið nánast óslitið í Lindakirkju í sumar en nú á sunnudaginn verður sunnudagaskólinn haldinn í fyrsta sinn á báðum stöðum síðan í vor, í Lindakirkju og í Boðaþingi. 
Messur vetrarins verða haldnar kl. 20 í vetur. Að þessu sinni fermist hún Þórdís Hafþórsdóttir, okkar frábæri kór syngur undir stjórn Óskars EInarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.