Hvítasunnudagur: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

 

Annar í hvítasunnu: Stórtónleikar. Kór Lindakirkju ásamt hljómsveit. Sérstakur gestur tónleikanna er Bubbi Morthens. Tónlistarstjóri: Óskar Einarsson.

Kór Lindakirkju vinnur hörðum höndum af því að undirbúa tónleikana. Að þessu sinni verður Bubbi Morthens mun flytja perlur úr lagasafni sínu og mun hann einnig syngja ásmt Kór Lindakirkju. Kórinn mun einnig flytja gospeltónlist úr öllum áttum eftir frábæra höfunda eins og Andrea Crouch og Kirk Franklin. Eins og svo oft áður má búast við frumflutningi á nýrri íslenskri gospeltónlist. Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson en auk hans skipa hljómsveitina þeir Friðrik Karlsson,  Jóhann Ásmundsson, og Brynjólfur Snorrason. Tvennir tónleikar eru í boði kl. 17:00 og kl. 20:00, miðasala er í Lindakirkju og í gegnum netfangið lindakirkja@lindakirkja.is. Hlökkum til að sjá þig!! .