Sunnudagurinn 3. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar.

Við þjófstörtum honum að þessu sinni með svokölluðu fjörkvöldi í Lindakirkju, laugardagskvöldið 2. mars, en það er sérstaklega ætlað fermingarbörnum. Húsið opnar kl. 19:30 en dagskrá hefst kl. 20. Á dagskránni er töframaðurinn Einar einstaki, leikþættir verða fluttir, söngur og léttleiki. Kvöldinu lýkur með söng og  hugleiðingu út fra Guðs orði. Sjoppa verður á staðnum. Húsinu verður lokað í síðasta lagi kl. 23 og eru foreldrar beðnir að sækja börnin að stundinni lokinni.

Sunnudagurinn 3. mars

11:00 Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi.

20:00 Tónleikar í Lindakirkju í upphafi kristniboðsviku. Samband Íslenskra kristniboðsfélaga hefur árlega Kristniboðsviku sína á tónleikum í Lindakirkju. Dagskrá kristniboðsvikunnar er hér. Ókeypis er á tónleikana en tekin verða samskot sem renna munu til kristniboðsins. Á tónleikunum koma fram Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar, Unglingagospelkór Lindakirkju ásamt Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, stjórnanda, en Áslaug Helga mun einnig syngja einsöng. GrooveLOVERSn´More, Gummi Kalli ásamt hljómsveit, Helga Vilborg og Sálmavinafélagið og síðast en ekki síst þau Beyene og Galle frá Konsó í Eþíópíu. Allir velkomnir.