FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA OG TÓNLEIKAR

11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Lindakirkju. Unglinga – gospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Brúðuleikhúsið, barnasálmar og gospel. Prestur: Guðmundur Karl Brynjarsson. Sunnudagaskóli í Boðaþingi á sama tíma.

20:00 Gospelónleikar Kórs Lindakirkju ásamt hljómsveit. Hljómsveitina skipa; Friðrik Karlsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Brynjólfur Snorrason á trommur og Óskar Einarsson á píanó. Fjöldi einsöngvara kemur fram en sérstakur gestur er Edgar Smári Atlason. Miðaverð er 2000 kr. Hægt er að kaupa miða í Lindakirkju eða með því að senda tölvupóst á lindakirkja@lindakirkja.is