Við í Lindakirkju viljum gjarnan styðja við virka þátttöku fólks í heimahópastarfi.  Nú eru starfandi í kirkjunni heimahópur en starfið þar fer þannig fram að við hittumst tvisvar í mánuði í heimahúsum.

Það sem við gerum í heimahópunum er það að biðja hvert fyrir öðru, starfi kirkjunnar og þeim þörfum sem við vitum af á hverjum tíma.  Yfirleitt syngjum við eitthvað líka og fræðumst saman um kristna trú okkar.  Það gerum við oftast með því að lesa saman úr Biblíunni og velta fyrir okkur ýmsum spurningum sem koma fram í samhengi við þann texta sem við erum að skoða.

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í þessu starfi með okkur ertu hjartanlega velkomin/n.  Hafðu bara samaband við okkur með tölvupósti: lindakirkja@lindakirkja.is eða með því að hringja í síma 544-4477 og láttu okkur vita af áhuga þínum.  Við munum síðan hafa samband og bjóða þér að koma og vera með okkur í einhverjum af hópunum okkar næst þegar hann kemur saman.

Við hlökkum til að eiga mér þér góðar stundir í heimahópastarfinu.