Unglingagospelkór Lindakirkju tók til starfa í haust og fer kórinn mjög vel af stað.  Þar sem kórinn er þegar kominn langt áleiðis með komandi verkefni, er því miður ekki möguleiki að taka inn fleiri kórfélaga að sinni.  Eftir áramót verður þó tekið aftur við nýjum áhugasömum og söngelskum unglingum í kórinn.