11:00 Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi.

14:00 Guðsþjónusta í Lindakirkju. Hljómsveit leiðir safnaðarsöng. Sr. Guðmundiur Karl Brynjarsson þjónar.

20:00 Haust tónleikar Kórs Lindakirkju verða haldnir sunnudagskvöldið 28. október kl. 20:00.  Boðið verður upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá. Stjórnandi kórsins er Óskar Einarsson.  Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga. Gestur tónleikanna er nýstofnaður Unglinga Gospelkór Lindakirkju, en stjórnandi hans er Áslaug Helga Hálfdánardóttir.  Tónleikar kórs Lindakirkju hafa verið mjög vinsælir og oft uppselt á þá, en hægt er að tryggja sér miða í gegnum netfangið lindakirkja@lindakirkja.is og í Lindakirkju. Miðaverð er kr.1500.  Komdu og eigðu skemmtilega og nærandi kvöldstund, þar sem Gospel tónlist mun hljóma af krafti!  Hlökkum til að sjá þig