Nú í haust verður stofnaður unglinga Gospelkór í Lindakirkju.  Kórinn er ætlaður nemendum í 7. – 10. bekk.  Æfingar verða á miðvikudögum kl.16:00 – 17.30, en æfingar hefjast 5. september.  Gjald fyrir önnina er kr. 5000. Umsjón með Gospelkór unglinga hefur Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari og söngkona en einnig mun Óskar Einarsson tónlistarstjóri Lindakirkju koma að starfinu.  Skráning í kórinn er í gegnum netfangið: aslaughh@gmail.com