Í sumar verða haldnar lofgjörðar- og bænastundir kl. 20 á miðvikudagskvöldum. Þetta er hluti af samstarfsverkefni safnaða Þjóðkirkjunnar í Kópavogi. Stundirnar verða í Lindakirkju í júní, Safnaðarheimilinu Borgum í júlí og í Hjallakirkju í ágúst.

Dagskrá stundanna í júní er eftirfarandi: 

6. júní  – Fyrirgefningin. Marteinn Steinar Jónsson fjallar um efnið. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina. Bænastund. Kaffi og spjall að dagskrá lokinni.

13. júní – Vitnisburðir og fyrirbæn. Dís Gylfadóttir, guðfræðinemi fjallar um fyrirbæn og lækningu. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina. Kaffi og spjall að dagskrá lokinni.

20. júní – Srl Íris Kristjánsdóttir flytur hugvekju. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina. Bænastund. Kaffi og spjall að dagskrá lokinni.

27. júní – Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson flytur hugvekju. Óskar Einarsson leiðir lofgjörðina. Kaffi og spjall að dagskrá lokinni.

Dagskráin í júlí og ágúst verður auglýst síðar.