Stuttur upplýsingafundur fór fram í gærkvöldi 22. Maí kl. 18:00.

 

Fundurinn var fyrst og fremst haldinn til að svara spurningum er varða fermingarstarfið og útskýra hvernig fræðslunni verður háttað og var ágætlega sóttur. Við biðjumst velvirðingar á því hversu seint upplýsingar um fundinn bárust en í einhverju tilvikum var það samdægurs og jafnvel daginn eftir.

 

 

 

Meðal helstu atriða sem fram komu:

 

  • Annað árið í röð verður boðið uppá haustnámskeið sem standa yfir 3 klst í senn síðustu fjóra daganna áður en skólahald hefst. 13.-16.ágúst. Ef börnin eiga heimangengt hvetjum við þau eindregið til að sækja námskeiðið þar sem lagt er upp með hina kristnufræðslu í bland við tónlist og söng, leiki, útiveru og ýmis konar verkefni sem varpa ljósi og kristna trú, jákvæða sjálfsmynd sem mikilvæg sköpun Guðs, hjálparstarf, gleði og sorg ásamt mikilvægi bænarinnar. Þau sem ekki geta komið á námskeiðið fara í gegnum námsefnið í hefðbundnari kennslustundum í byrjun september.
  •  
  • Fermingarfræðslan er fjölskylduverkefni, fermingarbarnið er ekki eyland, eða í einkaverkefni. Það er ekki gott að fyrsta skiptið sem fjölskyldan komi til kirkju sé á fermingardaginn. Næsta vetur verður boðið uppá fjölbreytt helgihald, Sunnudagaskóla á tveimur stöðum í hverfinu, guðsþjónustur, unglinga-gospelkór og KFUM og KFUK starf. Í sumar verður sunnudagaskóli í Lindakirkju alla sunnudaga kl. 11:00.
  •  
  • Skráning hefst kl. 20:00 í kvöld á heimasíðunni 25 börn komast í hverja fermingu, umsjón með skráningu hefur Sigríður Kjartansdóttir starfsmaður Lindakirkju, kirkjuvörður og meðhjálpari. Netfang hennar er sigridur@lindakirkja.is
  •  
  • Einfaldast er að ljúka við að greiða fræðslugjaldið strax, en einnig má gera það áður en fræðslan hefst í haust. Auðvelt er að semja um að skipta greiðslum.
  • Ferðin í Vatnaskóg er hápunktur fermingarfræðslunnar, þar myndast gott samfélag í leik og fræðslu í fallegu umhverfi sumarbúðanna með einstakri aðstöðu fyrir barnastarf.

 

Í vetur verða fræðslustundir aðra hverju viku í klst í senn. Prófað verður úr námsefninu fyrir jól og að vori.

Með kveðju prestarnir.