Mánudagskvöldið 28. maí kl. 20:00 verða gospeltónleikar í Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur verður Stefán Hilmarsson. Hljómsveit kvöldsins skipa, auk Óskars, Friðrik Karlsson gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa og Brynjólfur Snorrason á trommur. Miðarverð er 2000 kr og eru miðar seldir í Lindakirkju á opnunartíma kirkjunnar. Einnig er hægt að kaupa miða á eftirfarandi hátt: Farið inn í heimabanka, greiðið miðaverðið, 2000 kr. inn á reikning 0322 13 300880, kt. 550302-2920, skrifið í skýringu gospel, fjölda miða og netfang greiðanda og sendið á netfangið sigridur@lindakirkja.is  Staðfesting kemur fljótlega um hæl. Allar nánari upplýsingar í Lindakirkju, sími 544 4477.

 

 gospeltnleikar