Fyrsti sunnudagur í aðventu er mikill hátíðisdagur meðal kristinna manna enda markar hann bæði upphaf aðventunnar og nýs kirkjuárs.  Aðventuhátíð fjölskyldunnar  verður í Hjallakirkju kl. 13.

Í Digraneskirkju verður aðventuhátíð á sama tíma og í Lindakirkju, eða kl. 20 með einsöng og fjölbreyttum tónlistaratriðum. Hugleiðingu flytur sr. Magnús Björn Björnsson. Að hátíð lokinni verður kaffisala í safnaðarsal kirkjunnar til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Í Kópavogskirkju verður mikið um dýrðir því kl. 11:00 árdegis verður  Ásta Ágústsdóttir sett inn í embætti djákna í Kársnessöfnuði af sr. Gísla Jónassyni, prófasti. Mun Ásta prédika en sr. Sigurður Arnarson þjóna fyrir altari.

Á sama tíma verður barnaleikritið “Jólarósir Snuðru og Tuðru” sýnt í safnaðarheimilinu Borgum.  Leiksýningin tekur 45 í sýningu og aðgangseyrir er enginn. Eftir messu og Snuðru og Tuðru verður móttaka í safnaðarheimilinu Borgum Ástu til heiðurs. Við biðjum Ástu Ágústsdóttur, djákna gæfu og blessunar Guðs um leið og við óskum Kársnessöfnuði til hamingju með hana. Kl.13:00 opnar athyglisverð sýning á íkonum eftir serbneskan listamann í Safnaðarheimilinu Borgum.