Þá eru framundan skrifleg próf í fermingarfræðslunni. Prófað er úr bls. 8-31 í bókinni í Stuttu máli sagt, auk þess sem börnin þurfa að kunna Faðir vor, trúarjátninguna og Drottinlegu blessunina.

Prófatíminn er eftirfarandi:

Þriðjudaginn 22. nóvember frá kl. 15:00 -16:10, fermingarbörn í Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla.
Rúta sækir börnin í Vatnsendaskóla kl. 14:50 og í Hörðuvallaskóla 14:55.

Miðvikudaginn 23. nóvember kl. 14:00-15:10 Fermingarbörn úr Salaskóla

Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 14:15-15:25 Fermingarbörn úr Lindaskóla

TRÚARJÁTNINGIN

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn,
sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.

 

FAÐIR VOR

 

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

 

DROTTINLEG BLESSUN

Drottinn blessi þig og varðveiti þig,
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur,
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
(4. Mósebók 6:24-26)