Í vetur verður boðið reglulega uppá pabbamorgna frá  kl. 9:30 -12:00 á laugardagsmorgnum

en umsjónarmaður þeirra er Ólafur Kári Júlíusson vinnusálfræðingur.

 

Hugmyndin með pabbamorgnunum er að gefa feðrum tækifæri til að koma saman með börnin sín og gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum og spjalla  um uppeldi, eða daginn og veginn við aðra pabba meðan börnin leika sér.

 

Dagskrá haustannar er eftirfarandi:


Hvenær

Hvað

8. október

Gerum kókoskúlur með börnunum

22. október

Ratleikur

5. nóvember

Pabbar læra að gera besta eftirrétt í heimi með krökkunum

19. nóvember

Undirbúningur fyrir jólin, jólaföndur og sögur.


Heitt er á könnunni og boðið uppá brauðmeti og ávaxtasafa fyrir 150krónur