Lindakirkja bætir áfram í safnaðarstarfið og mun frá 18. september bjóða uppá 6-9 ára starf samhliða sunnudagaskólanum í Lindakirkju kl. 11. Í starfinu er farið í leiki, föndrað og ýmislegt brallað, í lokin svo er boðið uppá kex og djús með börnunum í sunnudagaskólanum.

Í vetrarfríinu á vorönn er einnig boðið uppá 6-9 ára starf sem auglýst verður sérstaklega.