Sunnudaginn 4. sptember hefst vetrarstarf Lindakirkju. Þá verður sunnudagaskólinn settur að nýju kl. 11 bæði í Boðaþingi og Lindakirkju. Gamalkunnar persónur úr sunnudagaskólanum, svo sem Rebbi og fleiri verða á sínum stað og að þessu sinni verða þau Hafdís og Klemmi kynnt til leiks en við munum fylgjast með þeim á skjánum í allan vetur.

Kl. 14:00 verður guðsþjónusta haldin í Lindakirkju. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar, tónlistarstjóra. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.