Eftir gott sumarfrí hefjast foreldramorgnar  á ný  í Lindakirkju og verða á hverjum þriðjudegi kl. 10-12.

 

Morgnarnir eru opið hús fyrir foreldra ungra barna. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman í notalegu umhverfi. Af og til verður boðið upp á stuttar fræðslustundir og/eða kynningar á vönduðum vörum fyrir börn. Prestarnir mæta gjarnan í stutta stund til skrafs og stundum söngs með börnunum. Boðið er uppá kaffi, ávaxtadjús, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari.

Vertu með!