sigurbjorn-einarsson-200Fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20.00 verða vandaðir tónleikar í Lindakirkju. Á dagskránni verða einvörðungu sálmar Sigurbjörns Einarssonar biskups sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag.

 

Einvala lið tónlistarmanna mun flytja sálmanna en auk þess verða  tónleikarnir upp með stuttum brotum úr ræðum Dr. Sigurbjörns.

 

Flutt verða hefðbundin lög sálmanna auk nokkurra nýrra laga eftir ólík tónskáld sem heiðra Sigurbjörn með nýjum tónsmíðum.

Meðal nýrra lagahöfunda verða Toggi, Svavar Knútur og Matthías Baldursson.

 

Flytjendur á tónleikunum eru:Toggi, Pétur Ben, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Óskar Einarsson, Erna Kirstin Blöndal, Gunnar Gunnarsson, Regína Ósk og Svenni Þór.

 

Enginn aðgangseyrir allir velkomnir