Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er í Lindasókn á sunnudagsmorgnum kl. 11:00. Í sunnudagaskólanum eru sungin sunnudagaskólalög og barnasálmar, brúðuleikrit sett á svið og svo eru sagðar biblíusögur og sígildur boðskapur Biblíunnar er settur fram á skýran og einfaldan hátt. Börnin fá bók sem þau safna í límmiðum. Á hverjum sunnudegi er brúðuleikhús.

Leiðtogar í sunnudagaskólanum eru: Emil Hreiðar Björnsson, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Hildur Anna Geirsdóttir, Hreinn Pálsson, Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Karen Dís Hafliðadóttir, Kristrún Lilja Gísladóttir, María Rut Arnarsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Svenni Þór auk presta Lindakirkju.