Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga í Lindakirkju kl. 10-12.

Morgnarnir eru opið hús fyrir foreldra ungra barna. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman í notalegu umhverfi. Af og til er boðið upp á stuttar fræðslustundir og/eða kynningar á vönduðum vörum fyrir börn. Prestarnir mæta gjarnan í stutta stund til skrafs og stundum söngs með börnunum. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari. 

Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. Sameiginlega áhugamálið – barnið tengir okkur saman enda gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum.  Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri.  Ekki láta hugsunina um að þú „þekkir ekki neinn“ stoppa þig, yfirleitt eru alltaf ný andlit á morgnunum og gaman þegar bætist í hópinn okkar.  Vertu með! 🙂 

Foreldramorgna í Lindakirkju má finna á facebook https://www.facebook.com/groups/225976410752321/

 

Dagskrá foreldramorgna vor 2017

 

10. jan

Fyrsti foreldramorgunn á nýju ári

 

17. jan

Kaffi, spjall og kósíheit

 

24. jan

Kaffi, spjall og kósíheit

 

31. jan

Pálínuboð

 

7. feb

Dagga smekkir/ íslensk hönnun.  Dagga kemur til okkar og sýnir okkur hvað hún er að bardúsa.  Smekkirnir hennar eru mjög vinsælir og er hún með facebook síðuna Smekkir.is https://www.facebook.com/smekkir.is/?fref=ts

 

14. feb

Kaffi Sigrún

Sigrún Þorsteinsdóttir kemur til okkar  en hún er klínískur barnasálfræðingur og með Msc í heilsusálfræði. Fyrirlesturinn byggist á léttu spjalli er varðar hollar matarvenjur og heilbrigða líkamsmynd hjá börnum (og okkur). Hún hefur mikið skoðað matarvenjur barna, mataræði, svefn o.fl. í þeim anda. Um að gera að koma með spurningar hvort sem er á meðan fyrirlestri stendur eða eftir á.

 

21. feb

Kaffi, spjall og kósíheit

 

28. feb

Pálínuboð

 

7. mars

Kaffi, spjall og kósíheit

 

14. mars

Sight seein Lindakirkja a la Guðmundur Karl en sóknarpresturinn leiðir okkur um alla króka og kima Lindakirkju.  Sívinsæl skoðunarferð enda margt forvitnilegt sem leynist og gaman er að sjá, ásamt því að fá fróðleiksmola um kirkjuna.

 

Miðvikudagur 15.mars kl. 10:30 sameiginlegur foreldramorgunn haldinn í Háteigskirkju.

Lindakirkja, Vídalínskirkja, Hallgrímskirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Bessastaðakirkja, Bústaðarkirkja og Háteigskirkja halda sameiginlegan foreldramorgunn staðsettan í Háteigskirkju og fáum til okkur Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur sem fræðir okkur um næringu ungabarna.  Þetta er tilraunaverkefni að sameinast um flotta fyrirlesara og fáum vonandi góða mætingu úr öllum kirkjum smiley

 

21. mars

Hafliði Kristinsson hjóna- og fjölskylduráðgjafi kemur til okkar og fjallar um þá breytingu sem verður er nýtt barn bætist í fjölskylduna.  Virkilega áhugavert og fróðlegt að heyra hvað Hafliði hefur til málanna að leggja smiley

 

28. mars

Pálínuboð

 

4. apríl

Heilinn, uppeldið og trúin

Guðni Már prestur í Lindakirkju segir okkur frá áhugaverðri rannsókn varðandi börn, uppeldi og hvernig örva má þroska heilans.  Mjög skemmtilegur fróðleikur og hugmyndir!

 

11. apríl

Páskafrí – frí á foreldramorgnum

 

18. apríl

Kaffi, spjall og kósíheit

 

25. apríl

Pálínuboð

 

2. maí

Kaffi, spjall og kósíheit

 

9. maí

Bjargey doula.  Bjargey Ingólfsdóttir félagsráðgjafi, fæðingardoula og höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðaraðili að kemur til okkar í spjall. Bjargey mun segja frá starfi sínu sem doula og höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, en hún hefur sérhæft sig í að vinna með konum á meðgöngu og eftir fæðingu og býður uppá meðferð við kvíða, vanlíðan og fæðingarþunglyndi. Bjargey mun kynna fyrir okkur höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og segja frá því hvernig meðferðin getur gagnast við óværð ungbarna, magakveisu, bakflæði og svefnvandamálum.

 

16. maí

Kaffi, spjall og kósíheit

 

23. maí

Síðasti foreldramorgunn fyrir sumarfrí

Pálínuboð

 

Ath! Dagskráin getur breyst og eitthvað bæst við, ef þú hefur hugmynd að kynningu eða efni sem á við hópinn sem sækir foreldramorgna, þá máttu gjarnan hafa samband í gegnum netfangið aslaughh@gmail.com