Ný forsíða2020-04-05T08:35:20+00:00

Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Hvað er í boði?

Lindakirkja verður opin virka daga kl. 10 – 14.

Kapella Lindakirkju verður opin á sama tíma.

Fólki er velkomið að eiga þar sína persónulegu stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Vart þarf að taka fram að kapellan verður að sjálfsögðu þrifin með sótthreinsandi efnum nokkrum sinnum á dag.

Prestar Lindakirkju verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum í kirkjunni og í gegn um síma. Best er að hringja í Lindakirkju 544 4477 og panta viðtal við eða símtal frá presti eða senda þeim tölvupóst.

Hvað fellur niður?

Allt formlegt starf Lindakirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Fermingar vorsins falla einnig niður og flytjast til sumarloka. Sjá fermingardaga hér.

Hvað á að gera?

Lindakirkja hefur hafið dreifingu á efni fyrir allan aldur í gegnum vefinn á meðan á samkomubanni stendur. Smelltu hér til þess að sjá nýjasta efnið.

Fréttir

Sunnudagurinn 29. mars

NÝR SUNNUDAGASKÓLI OG HELGISTUND STREYMT Á VISIR.IS Eins og síðasta sunnudag höldum við sunnudagaskólann heima. Kosturinn við það er þá er hægt að horfa á hann aftur og aftur, eins og margir gerðu fyrir viku. [...]

28. mars 2020 13:31|

Opnunartími Lindakirkju

Á meðan á samkomubanni stendur hefur verið ákveðið að breyta opnunartíma Lindakirkju. Kirkjan verður opin alla virka daga á milli kl. 10 og 14 og kapellan verður til taks á sama tíma. Nánari upplýsingar um [...]

22. mars 2020 21:29|

Helgistund á netinu kl. 20:00

Við munum senda út helgistund á hefðbundnum messutíma Lindakirkju kl. 20 í kvöld, 22. mars. Óskar Einarsson mun sitja við píanóið en auk hans syngja Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðrún Óla Jónsdóttir og hjónin Regína [...]

22. mars 2020 13:13|

Sunnudagaskólinn 22. mars 2020

Á meðan á samkomubanni stendur fellur sunnudagaskólinn niður. En þess í stað komum við með sunnudagaskólann heim til þín í gegnum vefinn. Sunnudagaskólinn er að þessu sinni í höndum hjónanna Regínu Óskar og Svenna Þórs [...]

22. mars 2020 08:53|

Sunnudagar

11:00-12:00 Sunnudagaskóli
20:00-21:00 Guðsþjónusta

Mánudagar

11:00-13:00 Vinavoðir
18:00-21:00 Hjónanámskeið
19:30-21:00 Vinir í bata

Þriðjudagar

10:00-12:00 Foreldramorgnar
14:10-14:50 Fermingarfræðsla (Salaskóli)
15:00-16:00 KFUM fyrir 9-12 ára drengi
15:10-15:50 Fermingarfræðsla (Hörðuvallaskóli)
16:00-16:45 Barnakór
16:30-17:30 KFUK fyrir 9-12 ára stúlkur
18:00-19:30 Unglingastarf, 8. bekkur (húsið opnar 17:30)
20:00-21:30 Unglingastarf, 9-10. bekkur (húsið opnar 19:30)
20:00-21:00 Biblíulestrakvöld

Miðvikudagar

10:00-12:00 Dagmæður
14:40-15:20 Fermingarfræðsla (Vatnsendaskóli)
15:30-16:10 Fermingarfræðsla (Lindaskóli)
16:00-18:00 Fjölgreinastarf
16:30-17:45 Unglingagospelkór
20:00-21:30 Máttugur miðvikudagur – Lofgjörð og bænastund

Fimmtudagar

09:00-10:00 Bænastundir
12:00-13:40 Súpusamverur eldri borgara
– annan hvern fimmtudag
17:00 -18:00 Hláturslökun (námskeið hefst 12. mars 2020)
19:30-21:30 Kór Lindakirkju, æfing

Föstudagar

10:30-11:15 Krílasálmar
20:00-21:00 Opin AA deild

Vaktsími presta: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma. Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.