Núna á sunnudaginn 2. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur. Sunnudagaskólinn verður vitanlega á sínum stað frá kl. 11:00 í Lindakirkju og Boðaþingi.

Kl. 20:00 munu krakkar í Unglingastarfi kirkjunnar koma að messunni með sérstökum hætti. Unglingagospelkór Lindakirkju syngur undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur en Óskar Einarsson tónlistarstjóri kirkjunnar leikur undir á píanóið. Unglingar úr Æskulýðsfélaginu Lindubuff munu lesa ritningartexta, bænir og sjá um hugvekjuna. Eftir messu munu síðan drengir úr fjölgreinastarfinu selja ljúffengar og rjúkandi heitar vöfflur. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.

Lindakirkja

27. febrúar 2014 09:14