Sunnudagaskóli kl. 11:00. Hittumst og syngjum saman, heyrum biblíusögu, sjáum brúðuleikhús og margt fleira.
Guðsþjónusta kl. 20:00. Fermingarbörn eru sérstaklega boðin velkomin og við viljum endilega sjá mömmur, pabba,
ömmur og afa, systkini og þau öll sem vilja koma með. Dagskráin miðar við allan aldur.
Sýnt verður myndband frá fermingarfræðsludögum sem voru í vikunni og ýmislegt fleira.
Kór Lindakirkju syngur af sinni alkunnu snilld undir stjórn Óskars Einarssonar.
Allir prestar Lindakirkju þjóna.

Verið hjartanlega velkomin!