Kvikmyndaáhugakrakkar (7-11 ára) á morgun, miðvikudaginn 1. mars kl. 16:00, í Lindakirkju.
Hin kynngimagnaða Mathilda mætir á skjáinn og við fylgjumst með henni takast á við lífsins ólgusjó með undraverðum hætti.
Kvikmyndaáhugakrakkar er vettvangur til að njóta undraheims kvikmyndanna með jafningjum. Klúbburinn hittist fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Umsjón er í höndum bókmenntafræðingsins og hjúkrunarfræðingsins Ásdís Káradóttir.
Að sýningu lokinni er leidd umræða um myndina.
Öll áhugasöm eru hvött til þátttöku.