Sunnudagaskólinn er mörgum börnum á öllum aldri ómissandi. Hann hefst eins og venjan er klukkan ellefu. Auðvitað syngjum við mikið, heyrum Biblíusögu, sjáum brúðuleikhús og horfum á skemmtilega stuttmynd með góðum boðskap.
Verður það Nebbi, Hafdís og Klemmi eða Tófa? Kemur í ljós í sunnudagaskólanum.
Um kvöldið klukkan átta er guðsþjónusta og eru fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að mæta. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Prestur er Guðmundur Karl.