Sunnudagur 27. febrúar
11:00 Sunnudagaskóli
20:00 Guðsþjónusta
Nú um stundir eru 20 ár liðin síðan Lindasókn var stofnuð. Húsfyllir varð  á stofnfundinum, sem haldinn var í sal Lindaskóla og öflug sóknarnefnd kosin til að takast á við spennandi verkefni.
Í guðsþjónustunni minnumst við þessa áfanga og þökkum guði sem sannarlega hefur blessað söfnuðinn á svo margvíslegan hátt fram á þennan dag.
Þeim Arnóri L. Pálssyni, formaður sóknarnefndar og Maríu K. Lárusdóttur verða færðar sérstakar þakkir.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarrssonar og allir prestar Lindakirkju þjóna við guðsþjónustuna.
Meðfylgjandi er mynd af fyrsta safnaðarheimilinu sem komið var fyrir á lóð kirkjunnar haustið 2002 og gegndi gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir söfnðinn þar til kirkjan var tekin í notkun í desember 2008.