Klukkan 12 á hádegi fimmtudaginn 27. maí hefst sumarhátíð eldri borgara starfsins í Lindakirkju. Eins og allir vita hafa samverur verið færri en nokkur vildi í vetur og því miður varð að Vestmannaeyjaferð sem fyrirhuguð var í vor. Því var nauðsynlegt, í ljósi rýmkaðra samkomutakmarkana að halda veglega sumarhátíð.
Við innganginn verður boðið upp á SS pylsur og gos en þegar allir hafa fengið í svanginn munu hjónin Regína Ósk og Svenna Þór spila og syngja fyrir okkur ásamt Óskari Einarssyni og séníið Þórir Baldursson mun leiða okkur um hljómaveröld Hammond orgelsins. Að sjálfsögðu verða prestar og annað starfsfólk Lindakirkju í sumarskapi. Verð aðeins 1.000 kr.