Hvað haldið þið? Þegar fólk vaknar á sunnudagsmorguninn verður hægt að horfa á sunnudagaskólann í Lindakirkju hér á heimasíðunni og á Facebooksíðu Lindakirkju. Sunnudagaskólinn er í umsjón Regínu og Svenna og verður alla sunnudaga aðventunnar. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar verið var að taka sunnudagakólann upp.

Kl. 20:00 verður sýnd helgistund frá Lindakirkju. Óskar Einarsson stjórnar tónlistinni, með honum er Páll E Pálsson, bassaleikari, en nokkrir félagar úr Kór Lindakirkju annast sönginn. Sr. Dís Gylfadóttir flytur hugvekju.