Síðustu Helgar stundir verða sendar í loftið kl. 20:00. Þema þeirra verður að þessu sinni TRÚ, VON OG KÆRLEIKUR. Næsta sunnudag, 17. maí munum við færa okkur af netinu og aftur yfir í raunheima með helgihaldið. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í fullu fjöri kl. 11:00. Börn eru undanþegin tveggja metra reglunni en þar sem við fullorðna fólkið erum það ekki biðjum við um að hverju barni fylgi hámark einn fullorðinn og best ef hægt væri að það væru fleiri en eitt barn í fylgd með hverjum fullorðnum.  Um kvöldið kl. 20:00 verður svokallað Lofgjörðar-, bæna- og sálmaflæði. Allir hjartanlega velkomnir. Þar sem líklegt er að fleiri mæti en fjöldatakmarkanir leyfa verður stundin með þeim hætti að mikið verður sungið og leiða félagar úr Kór Lindakirkju almennan söng við píaanóleik Óskars Einarssonar. Ef fleiri mæta en komast í fyrra hollið mun stundin taka um 25-30 mínútur. Þá verður flutt blessun og seinni hópnum boðið til kirkju þegar hinn hefur kvatt. Sjáumst í Lindakirkju 17. maí.