Á meðan á samkomubanni stendur fellur sunnudagaskólinn niður. En þess í stað komum við með sunnudagaskólann heim til þín í gegnum vefinn.

Sunnudagaskólinn er að þessu sinni í höndum hjónanna Regínu Óskar og Svenna Þórs og með þeim er Gunnar Hrafn, æskulýðsfulltrúi í Lindakirkju og Rebbi er auðvitað á sínum stað. Við lítum einnig bæði til Tófu og Nebba svo nóg er um að vera.