HVAÐ ER Í BOÐI?

Lindakirkja verður opin á virka daga kl. 10-14.

Kapella Lindakirkju verður opin á sama tíma.

Fólki er velkomið að eiga þar sína persónulegu stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Vart þarf að taka fram að kapellan verður að sjálfsögðu þrifin með sótthreinsandi efnum nokkrum sinnum á dag.

Prestar Lindakirkju verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum í kirkjunni og í gegn um síma. Best er að hringja í Lindakirkju 544 4477 og panta viðtal við eða símtal frá presti eða senda þeim tölvupóst.

HVAÐ FELLUR NIÐUR?

Allt formlegt starf Lindakirkju; Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.
Fermingar vorsins falla einnig niður og flytjast til sumarloka. Smelltu hér til að skoða fermingardaga.

HVAÐ Á AÐ GERA?

Nú þegar er til dæmis hafinn undirbúningur að helgihaldi fyrir allan aldur gegn um heimasíðu og Facebooksíðu Lindakirkju. Meira um það innan skamms.

Að lokum: Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast. 5. Mós. 8