Næsta hláturnámskeið hefst fimmtudaginn 16. janúar kl. 17:00. Námskeiðið kostar 10.000 kr og er skráning hafin á lindakirkja.is.

Umsagnir frá þátttakendum:

„Ég lærði margt sem ég kýs að temja mér dags daglega í lífi mínu.“

„Þetta hefur verið fróðlegt, vakið upp hjá mér hláturinn, brosið og húmorinn fyrir sjálfri mér.“

„Námskeiðið kenndi mér leið til að minnka áhyggjur og kvíða.“

Hláturnámskeið er skemmtilegt og uppbyggilegt sex vikna námskeið þar sem mikið er hlegið en jafnframt slakað á. Í byrjun hvers tíma er fræðsla um áhrif hláturs á líf okkar og líðan, en þau eru meiri en mörgum er kunnugt.

Við förum í margvíslega leiki til að auðvelda okkur að brosa og hlæja og endum svo alltaf með slökun.

Tímarnir hefjast og enda með ritningarlestri og bæn enda má finna ýmislegt um gildi hláturs og gleði í Biblíunni.

Þegar við ástundum hlátur hjálpar það okkur að breyta viðhorfum okkar og fá nýja sýn á lífið.

Umsjón námskeiðs: Þórdís Sigurðardóttir, hláturþjálfi og markþjálfi.