Ljúfur og góður drengur, Hlynur Snær Árnason, sem var frábær félagi í Fjölgreinastarfi Lindakirkju lést síðastliðið haust, aðeins 16 ára gamall. Foreldrar Hlyns hafa stofnað sjóð í hans minningu. Í Reykjavíkurmaraþoninu næstkomandi laugardag, 24. ágúst mun fjöldi hlaupara safna áheitum fyrir Minningarsjóð Hlyns Snæs og munu áheitin renna til Fjölgreinastarfs Lindakirkju.
Föstudaginn 23. ágúst kl. 18 verður boðið upp á súpu og góða dagskrá í Lindakirkju sem er hugsuð sem upphitun fyrir hlaupara og velunnara söfnunarinnar en allir eru velkomnir.
Við hvetjum vini Lindakirkju til að fara inn á hlaupastyrkur.is, finna Minningarsjóð Hlyns Snæs og leggja góðu málefni lið.